Aðalfundi 2020 frestað

Aðalfundi frestað um óákveðinn tíma vegna samkomubanns.

Aðalfundur 2020.  Hér með er boðað til aðalfundar félagsins laugardaginn 28. mars 2020.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl 11:00.

Með fyrirvara um breytingar vegna COVID-19.

Við eigum afmæli !

 

   

 Þann 4. október 2019 eru liðin 60 ár frá stofnun Verkstjórafélags Austurlands, nú Stjórnendafélag Austurlands. Stofnfundur félagsins var haldinn á Reyðarfirði 4. október 1959.  Tíu verkstjórar voru skráðir í félagið á fundinum. Formaður var kjörinn Egill Jónsson, ritari Magnús Bjarnason og gjaldkeri Helgi Gíslason.

Formenn félagsins eru þessir:

  • Egill Jónsson 1959-1979
  • Guðjón Marteinsson 1979-1989
  • Óskar Þórarinsson 1989-1991
  • Egill Jónasson 1991-2005
  • Benedikt Jóhannsson  frá árinu 2005.

Félagsmenn í dag eru 450 talsins.

Þann 31.ágúst sl var haldið upp á afmælið í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Hótel Bláfell sá um veitingar og var snæddur 3ja rétta kvöldverður.  Var félagsmönnum boðið til veislunnar ásamt mökum sínum.  Gestir voru 174 og þar af 95 félagsmenn.

Veislustjóri  var Berglind Agnarsdóttir, Þórunn Hyrna Víkingsdóttir og Jóhanna Seljan fluttu okkur söng við undirleik Andra Bergmann.

Hljómsveitin Nefndin lék síðan fyrir dansi þar sem gestir skemmtu sér fram á nótt.

Veiðikortið 2020

LOGO2019Veiðikortið er til sölu á skrifstofu STA. Verð kr. 6.300.-

Þeir sem óska eftir að fá kort, greiði inná 1106-26-005012 kt 451275-3059 og sendi kvittun á sta@sta.i  og þá verður kortið sent til baka með pósti.

Frá aðalfundi 2019

fundur300319 1Aðalfundur STA var haldinn á Reyðarfirði laugardaginn 30. mars. sl. 

Fundinn sóttu 27 félagar og 2 gestir, þeir Skúli Sigurðsson og Jóhann Baldursson frá STF.

Fleiri myndir frá fundinum

 

 

Aðalfundur félagsins - skráning

adalfundur2019

Félagar eru vinsamlega beðnir að skrá sig á aðalfundinn og hvort þeir ætla að þiggja hádegisverð í boði félagsins.

 

Aðalfundur STA 30. mars 2019

thordarbudAðalfundur STA verður haldinn laugardaginn 30. mars 2019 kl. 11:00 í Þórðarbúð, húsi Björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði.

Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar.

Nánar auglýst síðar.

Útilegukortið 2020 er komið í sölu !

ukort2018Útilegukortið er komið og kostar 8.500 kr. til 10. júlí.  Eftir það hækkar verðið  í kr. 10.000.-

Vinsamlegast leggið upphæðina inn á 1106-26-005012 kt 451275-3059 og sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þá verður póstlagt til ykkar kort.

ATH. pantið tímanlega áður en halda skal í útleguna.  Það tekur nokkra daga að senda með póstinum.

 

  • 1
  • 2

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-16.

Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði

Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.