Fundarboð aðalfundar STA 2024
Aðalfundur Stjórnendafélags Austurlands verður haldinn laugardaginn 11. maí 2024 í Hótel Valaskjálf – Þingmúla.
Fundurinn hefst kl 16:00.
Dagskrá fundarins:
- Fundur settur.
- Skipaðir embættismenn fundarins.
- Inntaka nýrra félaga frá síðasta aðalfundi.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar félagsins fyrir árið 2023.
- Umræður um skýrslu og reikninga félagsins.
- Kynning á sameiningarviðræðum milli 5. aðildarfélaga innan STF.
- Umræður um sameiningarmál.
- Kosning um sameiningu.
- Kosning stjórnar.
- Kosning fulltrúa í stjórn STF.
- Lagabreytingar
- Kosning trúnaðarmanna og skoðunarmanna.
- Gestir fundarins frá STF og HA.
- Önnur mál.
- Fundi slitið.
Er það eindregin ósk stjórnar STA að félagsmenn mæti til fundar og taki þátt í að ákveða framtíð félagsins okkar, hvort við förum í sameiningu eða ekki, þitt atkvæði hefur áhrif.
Félagið bíður fundarmönnum og mökum þeirra til kvöldverðar að fundi loknum í Valaskjálf. Nánar auglýst í tölvupósti.
- Created on .