Reykjavík - Sóltún 28
Allar íbúðir félagsins í Reykjavík eru í Sóltúni 28
Íbúðir 303 og 304 voru endurnýjaðar árið 2016 og eru nánast eins í dag.
Íbúð 201 var keypt haustið 2017. Hún er svipuð hinum tveimur að stærð, þó innréttingar séu aðeins öðruvísi.
Þessi lýsing á við allar íbúðirnar:
- Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og bað.
- Öll helstu heimilistæki eru í íbúðinni, þ.m.t. þvottavél.
- Félagið leggur til allt lín, þ.e. sængurfatnað, handklæði, viskastykki og tuskur.
- Sængur – sængurfatnaður og handklæði er fyrir 4.
- Tvö hjónarúm eru í íbúðinni.
- Internet og sjónvarp er til staðar.
Íbúðirnar eru leigðar skv. reglunni "Fyrstur kemur fyrstur fær".
Íbúðirnar eru leigðar í gegnum orlofshúsavef á www.stf.is
Akureyri - Hulduholt 12
Hulduholt 12
Glæný endaíbúð í raðhúsi í Glerárþorpi, rétt fyrir ofan Sandgerðisbót.
Stutt er í Hlíðarfjall sem er frábært skíðasvæði og líklega það vinsælasta á landinu. Golfvellir eru stutt frá. Jaðarsvöllur – 18 holur, Leifsstaðir – 9 holur og Þverá – 18 holur.
- Félagið leggur til allt lín, þ.e. sængurfatnað, handklæði, viskastykki og tuskur.
- Sængur – sængurfatnaður og handklæði er fyrir 6 manns.
- Internet og sjónvarp er til staðar.
Á sumrin (júní -ágúst) er húsinu úthlutað til félagsmanna viku og viku í senn, en annars leigt út skv. pöntunum.
Húsið er leigt í gegnum orlofshúsavef á www.stf.is