Aðalfundur Stjórnendafélags Austurlands 2018
Aðalfundur Stjórnendafélags Austurlands verður haldinn í Beituskúrnum á Norðfirði laugardaginn 21. apríl 2018 kl 16.00
Boðið verður upp á afþreyingu fyrir makana á meðan fundur stendur yfir. Síðan verður kvöldverður í boði fyrir fundarmenn og maka. Lifandi tónlist.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í matinn í síma 864-4921 milli kl 13-16 eða í tölvupósti á sta(at)sta.is fyrir fimmtudagskvöld 19. apríl nk.
Dagskrá fundarins:
- Fundur settur.
- Skipaðir embættismenn fundarins.
- Inntaka nýrra félaga.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar félagsins fyrir árið 2017.
- Umræður um skýrslu og reikninga félagsins.
- Kosning stjórnar.
- Kosning fulltrúa í stjórn STF.
- Lagabreytingar.
- Kosning trúnaðarmanna og skoðunarmanna.
- Gestir fundarins: STF.
- Önnur mál.
- Fundi slitið.
- Created on .