Breyting á bókunum orlofsíbúða

Við höfum nú innleitt þá nýjung að bóka íbúðir rafrænt í gegnum bókunarvef hjá Sambandi stjórnendafélaga framvegis.

Það gerist með því að fara inn á stf.is – og skrá sig þar inn á orlofsvef með rafrænu skilríki. Þar bóka félagsmenn framvegis íbúðir til leigu og greiða í leiðinni.  

Sú breyting verður að verð pr nótt verður 9.000 kr.

Þeir sem eru búnir að bóka íbúðir inn á árið fá póst frá bókunarvefnum þar sem leigutíminn er tilgreindur  og óskað verður eftir greiðslu.   Þessi aðgerð verður líklega ekki komin í framkvæmd fyrr en líður á komandi viku.

Þessi gátt gerir það að verkum að félagsmenn allra stjórnendafélaganna hafa aðgang að öllum íbúðum óháð félagi nema á ákveðum úthlutunartímum eins og sumarleiga og um jól.

  • Created on .

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-16.

Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði

Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.