header inn

Íbúðir félagsins í Reykjavík.

  Allar íbúðir félagsins í Reykjavík eru í Sóltúni 28.
 

Haustið 2017 var þriðja íbúðin keypt og tekin í leigu eins fljótt og unnt var.  Hún er sambærileg við íbúðirnar sem fyrir voru.

Íbúðir 303 og 304.  Þær voru endurnýjaðar núna í október  og eru nánast eins  í dag.

 • Skipt var um gólfefni sett kortparket, baðherbergi endurnýjað að öll leyti, settar Fibo Trespo plötur á veggina, upphengt WC, sturta endurbyggð, ný baðinnrétting, þvottavél endurnýjuð og nýjar flísar settar á gólf.
 • Eldhús, þar er komin uppþvottavél, ísskápur endurnýjaður, kaffivél, brauðrist og hitaketill endurnýjað.
 • Stofa,  þar var keyptur inn tungusófi sem vonandi á eftir að virka vel.
 • Hjónaherbergi: skipt úr náttborðum og veggljósum og allar sængur og koddar endurnýjað.
 • Aukaherbergi: þar var kojum hent út og keypt hjónarúm 150 cm breitt og náttborð og ljós endunýjað.
 • Síðan var allt málað í hólf og gólf og settir litir á veggi í svefnherbergjum og í stofu.
 • Sett var filma í svefnherbergisgluggana til að loka aðeins á innsýn beint inn í herbergin.
 • Félagið leggur til allt lín, þ.e. sængurfatnað, handklæði, viskastykki og tuskur.
 • Sængur – sængurfatnaður og handklæði er fyrir 6 manns.
 • Tvö hjónarúm eru í íbúðinni, einnig eru til afnota tvö gestarúm.
 • Internet og sjónvarp er til staðar.

  Panta íbúð

 

Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði

Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.