Íbúðir 303 og 304 voru endurnýjaðar árið 2016 og eru nánast eins í dag.
Íbúð 201 var keypt haustið 2017. Hún er svipuð hinum tveimur að stærð, þó innréttingar séu aðeins öðruvísi.
Þessi lýsing á við allar íbúðirnar:
Íbúðirnar eru leigðar skv. reglunni "Fyrstur kemur fyrstur fær".
Íbúðirnar eru leigðar í gegnum orlofshúsavef á www.stf.is
Frábær staðsetning við vinsælar útivistarperlur Eyjafjarðar en aðeins um 4 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Framkvæmdum við götuna lauk á árinu 2016.
Kjarnaskógur er náttúruperla sem hefur um langt árabil notið þrotlausrar aðhlynningar skógræktarmanna og eru þar frábærar göngu- og hlaupaleiðir. Í skóginum eru upplýstar göngubrautir, blakvöllur, leiktæki, líkamsræktartæki og sérhönnuð fjallahjólabraut svo dæmi séu nefnd. Á veturna er troðin braut fyrir skíðagöngufólk. Einnig er mjög fallegt og skemmtilegt útivistarsvæði ofan Kjarnaskógar en það er útilífssvæðið við Hamra. Góð gönguleið er þangað úr Kjarnaskógi.
Stutt er í Hlíðarfjall sem er frábært skíðasvæði og líklega það vinsælasta á landinu. Golfvellir eru stutt frá. Jaðarsvöllur – 18 holur, Leifsstaðir – 9 holur og Þverá – 18 holur.
Nálægðin við miðbæ Akureyrar gerir það að verkum að allir geta hæglega notið allrar þjónustu og afþreyingu sem bærinn og nágrenni hefur upp á að bjóða. Hvort heldur sem er að sumri eða vetri.
Húsin eru sérstaklega hönnuð með íslenskar aðstæður í huga. Klæðning útveggja er harðviður og einangrun sérstaklega góð til að halda upphitunarkostnaði í lágmarki.
Í húsinu eru 3 svefnherbergi (2 hjónaherbergi og 1 minna), tvö baðherbergi, alrými (eldhús, borðstofa, stofa) og forstofa. Geymsla er á pallinum, þar eru þvottavél, ræstivörur, grill og fleira slíkt.
Á sumrin (júní -ágúst) er húsinu úthlutað til félagsmanna viku og viku í senn, en annars leigt út skv. pöntunum.
Húsið er leigt í gegnum orlofshúsavef á www.stf.is
Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-16.
Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði
Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921